Jólaþorpið 2024

Jólaþorpið leitar að hárréttri samsetningu seljenda í þorpinu fyrir árið 2024. Leitað er að einstaklingum, samtökum og fyrirtækjum sem hafa til sölu gæðavöru á sanngjörnu verði og fjölbreytt úrval varnings sem hefur skýra tengingu við jólahefðir landsmanna.  

 

Í jólaþorpinu verða um 20 söluhús sem eru 5,8 m2 að stærð. Leigugjald á söluhúsi er 21.900 kr. fyrir helgina. Leitað er að leigjendum sem bjóða líf og jólafjör í sölubásunum og skreyta þá og gera skemmtilega. 

Umsækjendur þurfa að skila umsókn inn fyrir 1. október og eftir það verður valið
úr innsendum umsóknum og nýjar umsóknir fara á biðlista

  • Með umsókninni þarf að skila markaðsefni 
  • Texti um seljenda og varning í 100 orðum 
  • Myndefni af vörunum 

Umsækjendur þurfa að skila umsókn inn fyrir 1. október og eftir það verður valið 
úr innsendum umsóknum og nýjar umsóknir fara á biðlista 

Umsókn um þátttöku og leigu á jólahúsi í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. 

Velja starfsemi
Delete all uploads
Choose files or drag here
Tímar til leigu
Til að sækja um jólahús í Jólaþorpinu þarf að tilgreina fjölda helga og velja hvenær er óskað eftir rými.
Fjöldi helga
Leiguverð er 21.900 kr. pr. helgi

 

Öll hús eru búin rafmagni fyrir posa eða annað slíkt, jólaljósum að utan og hitalömpum og hitablásara að innan. Að utan verður mænir hússins skreyttur með greni og seríu.

Val á söluaðilum
Val á söluaðilum til þátttöku í Jólaþorpinu hagar verkefnisstjórn Jólaþorpsins vali á söluaðilumeftir þessum þáttum sem tilgreindir eru hér fyrir neðan:
  • vöruflokkum
  • algengi vöru á boðstólum á sölusvæði
  • upplýsingum um starfsemi umsækjanda
  • ásamt sérstökum aðstæðum sem geta komið fram.

 

Hvað sölumuni varðar þurfa söluaðilar að uppfylla lög og reglur sem um þá kunna að gilda. Sé vara eða vöruflokkur skilyrtur á einhvern hátt eða háður veitingu leyfa bersöluaðila að kynna sér það og afla viðkomandi leyfa. Á þetta við t.d. sölu matvæla, drykkja,áfengra drykkja og annarar vöru sem er mögulega eftirlitsskyld. Söluaðilar eru hvattir til aðkynna sér einnig hvort og hvaða tryggingar kunni að vera hentugar eigi það við.

Staðsetning jólahúsa fer reglulega í endurskoðun og staðsetning einstakra söluaðila eftir því hvað hentar helst í því skyni. Það er keppikefli verkefnisstjórnar að Jólaþorpinu vegni sem best og er það haft til grundvallar við alla framkvæmd þess og starfsemi.

Innifalið í leigufjárhæð er allur kostnaður við uppsetningu og rekstur hússins og þrif á svæðinu. Að auki mun Hafnarfjarðarbær sjá um að laða að gesti og kynna Jólaþorpið með ýmsum hætti.

 

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra jólaþorpsins á jolathorp@hafnarfjordur.is

1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20