Jólaþorpið leitar að hárréttri samsetningu seljenda í þorpinu fyrir árið 2024. Leitað er að einstaklingum, samtökum og fyrirtækjum sem hafa til sölu gæðavöru á sanngjörnu verði og fjölbreytt úrval varnings sem hefur skýra tengingu við jólahefðir landsmanna.
Í jólaþorpinu verða um 20 söluhús sem eru 5,8 m2 að stærð. Leigugjald á söluhúsi er 21.900 kr. fyrir helgina. Leitað er að leigjendum sem bjóða líf og jólafjör í sölubásunum og skreyta þá og gera skemmtilega.
Umsækjendur þurfa að skila umsókn inn fyrir 1. október og eftir það verður valiðúr innsendum umsóknum og nýjar umsóknir fara á biðlista
Umsækjendur þurfa að skila umsókn inn fyrir 1. október og eftir það verður valið úr innsendum umsóknum og nýjar umsóknir fara á biðlista
Umsókn um þátttöku og leigu á jólahúsi í Jólaþorpinu í Hafnarfirði.
Öll hús eru búin rafmagni fyrir posa eða annað slíkt, jólaljósum að utan og hitalömpum og hitablásara að innan. Að utan verður mænir hússins skreyttur með greni og seríu.
Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra jólaþorpsins á jolathorp@hafnarfjordur.is