Val á manni ársins 2024 í Austur-Húnavatnssýslu
Líkt og undanfarin 19 ár býður Húnahornið lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Við biðlum til lesenda að senda inn tilnefningu.Hver og einn getur aðeins sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar.
Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu getur verið einstaklingur eða hópur manna.
Valið stendur til miðnættis 23. janúar næstkomandi og verða úrslit kynnt degi síðar.