Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur - kemur út 2023

Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Sæmundur undirbúa útgáfu á skrifum Hallgerðar Gísladóttur (1952-2007) um íslenska matarhefð. Útgáfan sem unnin er í samvinnu við fjölskyldu og vini höfundar er gerð í tilefni af því að 70 ár eru nú liðin frá fæðingu Hallgerðar. Í hinu nýja riti verður allt það efni sem er í bókinni Íslensk matarhefð frá 1999 auk ítarefnis sem höfundur lét eftir sig. Bókin verður ríkulega myndskreytt.

Áhugasömum gefst kostur á að skrá hér að neðan nafn sitt í
minningarskrá sem birtist fremst í bókinni

og fá um leið eintak í forsölu fyrir aðeins 7500 krónur.
Gjaldið verður 
innheimt við afhendingu bókar.
 
Prentun er áætluð á útmánuðum 2023. Samhliða útgáfu verður efnt til málþings um arfleifð Hallgerðar og fræðasvið íslenskrar matarhefðar.
 


Hallgerður Gísladóttir var frumkvöðull í fræðilegri umfjöllun um
matarmenningu á Íslandi. Öll hennar skrif byggja á viðamiklum rannsóknum og
gríðarlegri þekkingu á þessu sviði þjóðhátta. Hún var vandaður, virtur og
mikilvirkur fræðimaður sem tók þátt í samstarfi bæði innanlands og utan, og
hlaut viðurkenningu Hagþenkis og Bókasafnssjóðs höfunda, meðal annars.
Greinar eftir hana birtust í erlendum fagtímaritum og innlendum, í blöðum
og tímaritum auk þátta um matarmenningu í útvarpi og sjónvarpi, enda var
henni umhugað um að koma þekkingunni til skila til almennings.

Bók Hallgerðar, Íslensk matarmenning, er grundvallarrit í íslenskri
þjóðfræði en er skrifuð með almenna lesendur í huga. Hún hefur lengi verið
ófáanleg. Það er því tímabært að gefa út helstu skrif Hallgerðar um
íslenska matarmenningu.

Þessi nýja bók verður fræðimönnum og áhugafólki hvatning til áframhaldandi
rannsókna og þekkingarleitar á þessum stóra þætti íslenskrar menningar, sem
alltof fáir hafa látið sig varða.

 

Ég óska eftir að eignast nýja bók  Hallgerðar Gísladóttir  (1952-2007) um íslenska matarhefð og fá nafn mitt í minningarskrá fremst í bókinni. Gjald er 7500 krónur sem innheimt er við afhendingu bókar. 

Replace this with a title or description

Replace this with a title or description

1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20