Stafrænt Ísland er einn bakhjarla Innovation Week þetta árið enda nýsköpun kjarninn í öllu sem við gerum.
Á degi opinberrar nýsköpunar þann 17.maí mun Stafrænt Ísland standa fyrir GovJam vinnustofu þar sem við hvetjum fólk til þátttöku í hugarflugi um hvar við getum bætt opinbera þjónustu með stafrænum lausnum.
Opinber þjónusta er okkur öllum mikilvæg og nú gefst almenningi tækifæri til að miðla hugmyndum með okkur sem einfalda líf okkar allra. Við sem búum og störfum á Íslandi þekkjum best hvar tækifærin liggja og við viljum finna hvar við getum gert hvað mest gagn. Sérfræðingar verða á svæðinu allan daginn og aðstoða þátttakendur við mótun hugmynda sinna en góðar hugmyndir munu rata á forgangslista Stafræns Íslands. Einstaklingar og hópar eru velkomnir, eina sem þarf er viljinn til að einfalda líf okkar allra með bættri opinberri þjónustu.
Sérð þú tækifæri til umbóta sem þú vilt koma á verkefnalista Stafræns Íslands?